Fámennt í skólanum

Ritstjórn Fréttir

Vegna veðurs er fámennt í skólanum í dag. Víða eru um 5 – 8 nemendur í bekk.Samtals eru um 60 nemendur. Nemendur eru að gera sér ýmislegt til dundurs eins og að horfa á kvikmyndir, vinna ýmisleg verkefni eru í jólaföndri ofl. Nemendur fara ekki út í frímínútur þar sem ekki er stætt á skólalóðinni þessa stundina. Einnig verða íþóttatímar í skólanum þar sem ekki er óhætt að senda nemendur á milli skóla og íþróttamiðstöðvar. Foreldrar eru beðnir um að sækja börn sín í skólann þegar tækifæri gefst. Nemendur sem eiga að fara í Tómstundaskólann verður ekið þangað.