Tómstundaskólinn

Ritstjórn Fréttir

Nú fer senn að líða að jólafríi. Tómstundaskólinn verður opinn til og með 21. desember. Opnað verður aftur 2. janúar. Fimmtudaginn 20. desember verður opnað strax að lokinni jólaskemmtun. Föstudaginn 21. desember og miðvikudaginn 2. janúar verður opið frá kl. 08.00 til kl. 17.00. Vinsamlegast látið vita hvort og/eða hvenær barnið verður í Tómstundaskólanum fyrir þriðjudaginn 18. desember.
Síðasti tími í íþróttaskólanum fyrir jól verður 19. desember og hefst hann aftur 3. janúar.
Heimanámstímum fyrir jól er lokið og hefjast þeir aftur 7. janúar.
Nokkuð er um það að börnin skili sér ekki í Tómstundaskólann að skóladegi loknum. Óskum við eftir því að foreldrar láti vita hið fyrsta ef barnið verður í fríi svo ekki þurfi að fara að leita að því. Á þetta jafnt við börn sem búsett eru í Borgarnesi sem og þau börn sem taka skólabíla.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár