Frábær jólaskemmtun

Ritstjórn Fréttir

Jólaskemmtun skólans fór fram í íþróttahöllinni fimmtudaginn 20. desember. Fyrsta atriðið var helgileikur í umsjá nemenda í 3. og 4. bekk. Næst komu nemendur úr 6. bekk. Stelpurnar voru með söng og dans en strákarnir voru með jólasveinarapp. Nokkrir strákar út 10. bekk voru með atriði og kór söng nokkur lög. Að dagskrá lokinni var dansað í hring um jólatréð. Nemendur og starfsmenn skólans eru nú komnir í jólafrí. Kennsla hefst aftur 3. janúar. Nemendur og starfsfólk Grunnskólanns í Borgarnesi óskar landsmönnum öllum gleðilega jóla og farsældar á komandi ári.