Litlu jólin

Ritstjórn Fréttir

Litlu jólin verða haldin hátíðleg í skólanum föstudaginn 20. des. Nemendur mæta á venjubundnum tíma í sínar heimastofur. Eiga þeir þar saman stund með umsjónarkennurum sínum en halda að því loknu niður í íþróttamiðstöð. Þar verður skemmtun fyrir alla og verður sungið, leikið og dansað. Áætlað er að skemmtuninni verði lokið um kl. 12. Allir þeir sem tök hafa á að mæta eru velkomnir.