Starfsfólk óskast í Tómstundaskólann

Ritstjórn Fréttir

Tómstundaskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir starfsfólki í hlutastöður. Vinnutími er frá klukkan 13:15.
Í starfinu felst vinna með börnum á aldrinum 6 – 9 ára í lengdri viðveru.
Æskilegt er að umsækjandi sé uppeldismenntaður eða hafi mikla reynslu af starfi með börnum og góð meðmæli.
Leitað er að kraftmiklum og drífandi starfsmanni sem hefur sérstakan áhuga á starfi með börnum.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Harðardóttir forstöðumaður í síma 866-9558 eða á netfanginu gunny@grunnborg.is. Upplýsingar um Tómstundaskólann má finna hér