Samræmd próf

Ritstjórn Fréttir

Þau mistök áttu sér stað þegar yfirliti um dagsetningar samræmdra prófa í 10. bekk var sett á heimasíðu Námsmatsstofnunar að tímaröð tveggja prófa víxlaðist. Þessi sama röð fór inn á skráningarblað nemenda sem sent var skólunum sl. haust. Samkvæmt bréfi Menntamálaráðuneytis dagsettu 2. febrúar 2007 skal próf í náttúrufræði vera föstudaginn 2. maí en próf í dönsku þriðjudaginn 6. maí. Þessum tveimur prófum var víxlað á fyrrgreindu skráningarblaði og á vefsíðu stofnunarinnar.
, má nálgast nýtt eintak af skráningarblaði nemenda. Þeir sem ekki eru þegar búnir að setja skráningarblöðin í umferð eru vinsamlegast beðnir um að dreifa leiðréttu eintaki. Aðrir eru beðnir um að vekja athygli nemenda á víxluninni á eldri blöðunum.
Þess má geta að eitt af viðmiðum sem Námsmatsstofnun styðst við þegar tillaga er gerð að dagsetningu prófa, er að frídagar eins og 1. maí, nýtist nemendum til upplestrar fyrir próf þar sem mikið lesefni liggur til grundvallar.