Útvarp Óðal

Ritstjórn Fréttir

Nú eru hafnar útsendingar útvarps Óðals sem er árviss viðburður á aðventunni. Verður útvarpið starfsrækt fram á föstudagskvöld, en útvarpað er frá kl. 10 – 23. Er mikil fjölbreytni í dagskránni en nemendur hafa lagt á sig mikla vinnu, margir hverjir, til að gera þætti sína sem best úr garði. Útvarpið næst á FM 101,3 en einnig er hægt að hlusta frá heimasíðu Óðals.