Smiðjur

Ritstjórn Fréttir

Smiðjur eru að hefjast að nýju eftir jólafrí hjá nemendum í 1. – 6. bekk . Nemendur velja í hvaða smiðjur þeir fara og eru í þeirri smiðju í nokkur skipti og velja síðan að nýju. 1. – 3. bekkur eru saman í smiðjum og 4 – 6. bekkur eru saman. Það sem er í boði í 1. – 3. bekk er dans, leikir og stærðfræði, upplýsingatækni, land og þjóð (fjölmenning), útivist og hreyfing, myndmennt, handavinna, inni- og útileikir. Í 4 – 6 bekk er boðið upp á handmennt, hestafræði, upplýsingatækni, tónlist, leiklist, skrautskrift, myndlist, leiksund og útivist
Markiðið með smiðjum er að:
auka fjölbreytni og sveigjaleika í kennslunni með það að markmiði að koma til móts við áhuga og getu nemenda.
• efla samstarf kennara við skipulagningu kennslunnar með það að markmiði að nýta styrkleika hvers og eins kennara
• blanda ólíkum bekkjardeildum og árgöngum saman til að nemendur kynnist innbyrðis í starfi, læri að bera virðingu hver fyrir öðrum og skapi með sér samkennd
• gefa nemendum tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir áhugasviðum