Óðal með nýja heimasíðu

Ritstjórn Fréttir

Félagsmiðstöðin Óðal opnaði nýja heimasíðu nú fyrir stuttu. Vefsíðan er unnin í vefsíðukerfi frá Nepal eins og aðrar vefsíður Borgarbyggðar . Á heimasíðunni er að finna fréttir, dagskrá, myndir ofl. Vefslóðin er: http://www.odal.borgarbyggd.is/
Samstarf skólans og Óðals er mikið enda er starfssemi Óðals fyrir nemendur skólans. Haldin eru „diskótek“, „karokkíkeppnir“, spilakvöld ofl. Einnig eru kvikmyndasýningar af og til.
Félagsmiðstöðin Óðal er opin alla virka daga frá kl. 14:00 – 18:00 og miðvikudagskvöld frá kl. 20:00 – 22:00. Nánari dagskrá er hægt að sjá á heimasíðu Óðals.