Söngkeppni

Ritstjórn Fréttir

Mikil spenna var í loftinu á fimmtudaginn þegar söngkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk var haldin. Það voru 14 glæsileg atriði á dagskránni. Keppendur voru búnir að vera að æfa sig dag og nótt alla vikuna. Öllu var tjaldað til enda mátti sjá það á förðrun og fötum keppenda. Eftir frábæran flutning hjá keppendum var komið að dómnefndinni að velja bestu flytjendurna. Að þessu sinni voru Sigursteinn og Rúnar úr 6. bekk valdir sem Bjartasta vonin. Þriðja sætið hlaut Inga 6. bekk, í öðru sæti varð Hanna Ágústa 6. bekk og sigurvegari keppninnar varð Úrsúla 6. bekk með lagið Say Ok. Sjá nánar á vef Óðals