Þemavinna á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Í dag lýkur þemavinnunni sem verið hefur í gangi á miðstigi síðustu daga. Mikið hefur verið unnið og hafa nemendur orðið margs vísari um hjálparstarf og þætti sem tenngjast því. M.a. hefur farið fram fatasöfnun fyrir mæðrastyrksnefnd og jólagjöfum hefur verið pakkað til þess að gefa. Væntanlega birtist vefur um verkefnið hér á heimasíðunni innan tíðar.