Gjöf frá Búnaðarbankanum

Ritstjórn Fréttir

Útibú Búnaðarbankans í Borgarnesi gaf Grunnskóla Borganess tölvu til afnota í svokölluðu Námsskjóli. Námsskjólið er tilraunaverkefni sem formlega var komið á fót um miðjan nóvember síðast liðinn. Það er úrræði fyrir nemendur á unglingastigi sem eiga erfitt með að einbeita sér að námi inni í bekk Alls eru þar fjórir nemendur og byrja þeir daginn á að fara í þrek í íþróttahúsinu áður en bóklegt nám hefst. Kennslustundir þeirra eru 30 mínútur í einu, en þeir fara í frímínútur og list og verkgreinatíma með öðrum nemendum skólans. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel og eru nemendur ánægðir. Engu fjármagni hefur verið veitt til verkefnisins og kemur sér því gjöf Búnaðarbankans vel til að mæta þörfum nemendanna.