Sleðaferð

Ritstjórn Fréttir

Það hefur snjóað mikið í Borgarnesi síðustu daga. Nemendur skólans hafa tekið þessu vel og hafa notað snjóinn vel í frímínútum. Nemendur hafa búið til virki og verið í snjókasti og öðrum leikjum sem henta vel í snjónum. Einnig hafa nemendahópar farið í sleðaferðir í brekkur í nágrenni skólans. Nemendur og kennarar í 3.bekk komu með snjóþotur, sleða, slöngu og rassaþotur í skólann í gær í tilefni „dótadags“. Eftir hádegi fóru þau að renna sér og skemmtu sér allir mjög vel eins og sjá má á myndunum.