Leiksvæðið upplýst

Ritstjórn Fréttir

Rafvirkjar hafa verið á verð og flugi um skólann síðustu daga. Þeir hafa verið að vinna við lagfæringar á bjöllukerfi skólans. Nú heyrist vel í bjöllunum skólans, þannig að það fer ekki framhjá neinum þegar þær hringja. Einnig hafa verið sett upp ljós við neyðarútganga til að vísa á flóttaleiðir. Þar að auki hefur verið settur upp ljóskastari til að lýsa betur upp leiksvæðið á skólalóðinni.