Nemendur í 6. bekk fóru ásamt kennurum sínum þeim Sóleyju og Óskari í Dalhalla í síðasta tíma á föstudaginn. Dalhalli er brekka stutt frá skólanum sem gaman er að bruna niður þegar snjór er nægur.
Nemendur og kennarar fóru nokkara ferðir niður brekkuna á ýmsum búnaði til að renna sér á. Sumir voru með sleða aðrir með rassaþotur eða plastpoka. Einn var með slöngu og annar með bretti. Allir skemmtu sér vel bæði nemendur og kennarar eins og sjá má á myndunum.