Viðurkenningar fyrir reykleysi

Ritstjórn Fréttir

Árlega veitir Krabbameinsfélagið og Tóbaksvarnarnefnd 200 nemendum úr 9. og 10. bekk sérstakar viðurkenningar (armbandsúr) fyrir reykleysi. Þrír nemendur skólans fengu slíka viðurkenningu, þeir Valur Magnússon í 9B, Edda Bergsveinsdóttir 9B og Margrét Hildur Pétursdóttir 10.bekk. Er þeim óskað til hamingju.