Snjórinn kannaður

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 1. – 3. bekk eru í smiðjum þar sem þau vinna í hópum að ýmsum verkefnum. Einn hópurinn fékk það verkefni að rannsaka snjó enda nóg af honum þessa dagana. Þau náðu í snjó í ílát og athuguðu hvað gerðist ef hann væri settur á heitan stað. Þau komust að því að snjórinn bráðnaði og varð að vatni. Gerðar voru ýmsar athuganir og mælingar með vatnið. Því næst skoðuðu þau vökvann í smásjám og viðsjám. Það kom ýmislegt í ljós í vatninu eins og sandkorn og hár. Þessir nemendur sögðu að þau ætluðu aldrei að borða snjó framar.