Málþing unglinga í Óðali

Ritstjórn Fréttir

Á laugardaginn 26. janúar kl. 10:00 ætla foreldrar og unglingar að eiga góða stund í Óðali. Við byrjum daginn á því að borða morgunmat saman. Unglingarnir flytja innlegg fyrir hópumræður. Að lokum mun Hugo Þórisson sálfræðingur draga saman niðurstöður umræðna og koma með góð ráð um samskipti foreldra og unglinga.