Skólahald með eðlilegum hætti

Ritstjórn Fréttir

Gaman í snjónum
Skólahald er með eðlilegum hætti í skólanum í dag. Eitthvað var um að nemendur og starfsfólk hafi lent í vandræðum með að komast í skólann í morgun og var því í seinna lagi. Færð um bæinn er nokkuð góð, þó misjafnt eftir hverfum. Eitthvað var um það að nemendur sem búa fyrir utan bæinn hafi ekki komist í skólann. Nú er veður þokkalegt, suðvestanátt, 10-18 m/s og éljagangur. Samkvæmt veðurspá má búast við það lægi smám saman í nótt og fyrramálið og dragi úr éljum.