Miðvikudaginn 30. janúar er starfsdagur í skólanum. Þann dag höfum við dótadag og förum í sund fyrir hádegi. Opið verður frá kl. 07.45 – 17.00.
Á öskudag 6. febrúar verður einnig opið allan daginn. Stefnt er að því að fara með börnin út í bæ fyrir hádegi og syngja í búðum. Milli klukkan 14.30 og 16.00 verður skemmtun í Óðali og munum við vera með börnunum þar en breytingar hafa verið gerðar á hefðbundinni dagskrá (nánari auglýsing um dagskrá kemur frá Óðali síðar). Gott er að sækja þau börn sem eru til kl. 16.00 í Óðal. Skráningarblað
Þá er 25. febrúar einnig starfsdagur og verður þá einnig opið allan daginn (dagskrá auglýst síðar).
Starfsdagana verður boðið upp á morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu.
Athugið að Íþróttaskólinn verður einungis felldur niður á öskudag.
Vinsamlegast skráið á blaðið sem fylgir hér með um hvort og hvenær þið þurfið vistun. Gott væri að skila blaðinu til umsjónarkennara í síðasta lagi þriðjudaginn 28. janúar.
Þriðjudaginn 5. febrúar hefst námskeið fyrir nemendur í 3. og 4. bekk sem eru í Tómstundaskólanum. Námskeiðið verður fjóra þriðjudaga frá kl. 14.30-15.30 og lýkur 26. febrúar. Unnið verður með plast og búnar til t.d gluggamyndir eða lyklakippur. Anna Dóra Ágústsdóttir mun kenna á námskeiðinu. Verð samkv. gjaldskrá tómstundaskólans, þ.e. 165 kr. á klukkustund. Námskeiðið verður einungis haldið ef næg þáttaka fæst. Fyrstir koma fyrstir fá.