Nýtt fréttabréf

Ritstjórn Fréttir

Nýtt fréttabréf skólans er komið út. Meðal efnis er að sagt er frá starfsdögum 30. janúar og 6. febrúar, en 6. febrúar er öskudagur. Þá er fjallað um kynningarrit sem kom út í haust sem heitir „Skýr mörk“ og fjallar um uppbyggingarstefnuna en það er stefnan sem skólinn starfar eftir. Þá er fjallað um skólaaksturinn þar sem forráðamenn eru hvattir til þess að brýna fyrir börnum sínum að vera komin á réttum tíma í skýlin svo ekki verði töf á skólaakstri. Hér má skoða fréttabréfið