Leikir og spil

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 1. febrúar er dagur stærðfræðinnar og í tilefni dagsins verða unnin ýmisleg verkefni sem tengjast stærðfræði. Þema skólans í ár eru leikir og spil. Nemendur eru hvattir til að koma með spil að heiman.
Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjái hana í víðara samhengi.
Nánári upplýsingar um stærðfræðidaginn er hægt að nálgast á vef Flatar