Þú ert það sem þú gerir á Netinu

Ritstjórn Fréttir

Í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum, þriðjudaginn 12. febrúar 2008, stendur SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, fyrir opnu málþingi undir yfirskriftinni “Þú ert það sem þú gerir á Netinu”. Málþingið verður haldið í Kennaraháskóla Íslands og stendur frá kl. 16.00-18.00. SAFT hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á Alþjóðlega netöryggisdaginn, sem nú er haldinn í fimmta sinn. Kennarar, foreldrar og nemendur á aldrinum 11- 16 ára eru hvattir til að taka þátt í ráðstefnuni. Unglingar verja miklum tíma fyrir framan tölvuskjáinn. Gott er fyrir foreldra að sjá og skilja hvað börn þeirra eru að gera á netinu.
Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að tilkynna þátttöku með tölvupósti á saft@saft.is.
Dagskrá:
16:00 Málstofur
Foreldrar/kennarar: Málstofustjóri er Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Fjölskyldu- og heilbrigðissviði Garðabæjar
Nemendur: Málstofustjóri er Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Seltjarnarness
17:00 Kaffi
17:15 Samgönguráðherra, Kristján L. Möller, flytur ávarp
17:20 Samantekt úr málstofum
17:50 Samkeppnin: niðurstöður dómnefndar og verðlaunaafhending
17:55 Stutt kynning á fyrirlestra- og jafningjafræðsluherferð SAFT um landið – María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone
18:00 Veitingar
Fundarstjóri: Svavar Halldórsson, fréttamaður hjá RÚV