Skólaakstur

Ritstjórn Fréttir

Nokkuð ber á því að nemendur eru alveg á síðustu stundu í skólabílinn. Á þetta sérstaklega við í Bjargslandi. Þetta veldur óþarfa töfum sem auðvelt er að ráða bót á. Forráðamenn eru hvattir til þess að brýna fyrir börnum sínum að vera komin á réttum tíma í skýlin. Einnig er gott að ræða við börnin um að fara gætilega við skólabílinn sérstaklega núna þegar það er snjór og hálka. Hér má nálgast tímatöflu fyrir skólaaksturinn í Borgarnesi.