Gaman í stærðfræði

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 1. febrúar var dagur stærðfræðinnar og í tilefni dagsins voru unnin ýmisleg stærðfræðiverkefni. Þema skólans í ár var leikir, spil og þrautir. Nemendur komu með spil með sér í skólann af öllum stærðum og gerðum. Nemendur nýttu sér stærðfræðikunnáttu sína í spilunum við að telja, flokka, leysa þrautir ofl. Ekki var annað að sjá og heyra en að nemendur hefðu haft gaman að glíma við stærðfræði með þessum hætti.
Markmið með degi stærðfræðinnar var tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjái hana í víðara samhengi.