Nemendur, starfsmenn og töluverður fjöldi forráðamanna kom saman í íþróttamiðstöðinni í tilefni litlu jólanna til að taka þátt í dagskrá litlu jólanna.
Dagskráin hófst á því að nemendur 4. bekkjar sýndi helgileik, nemendur 7. bekkjar voru með leik og dans og tveir nemendur úr 10. bekk sungu og spiluðu. Kór nemenda söng nokkur jólalög og síðan var gengið í kringum jólatré sem sótt var í Einkunnir. Að allra mati tókst dagskráin vel og skemmtu allir sér vel. Um hádegi lauk tók svo jólafríið við.