Fjör á öskudag

Ritstjórn Fréttir

Það var mikið fjör í Tómstundaskólanum á öskudag. Sjá mátti hinar ótrúlegustu verur í húsinu t.d nornir, beinagrindur og fuglahræður. Farið var með börnin um bæinn fyrir hádegi og sungið að fullum krafti ”Allir hlægja á öskudaginn……” Starfsfólk Tómstundaskólans þakkar þær góðu móttökur sem krakkarnir fengu í þeim fyrirtækjum sem heimsótt voru.