Á sjóinn

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 9. bekk fara í dag í siglingu með skólaskipinu Dröfn. Nemendum í tveimur elstu bekkjum grunnskólanna hefur undanfarin ár verið boðið upp á kynnisferð með skólaskipinu Dröfn. Í ferðinni eru nemendur fræddir um sjávarútveg og viskerfi hafsins; trolli er dýft í sjóinn og nemendur kanna aflann undir leiðsögn fiskifræðings. Þetta verkefni er unnið í samvinnu Fiskifélagsins, Hafrannsóknastofnunar og sjávarútvegsráðuneytisins.