Verðlaun í eldvarnargetraun

Ritstjórn Fréttir

Fyrir jólin fékk 3. bekkur heimsókn frá Slökkviliðinu og fræddist um eldvarnir og rétt viðbrögð við eldsvoða. Nemendur tóku þátt í eldvarnargetraun LSS og slökkviliðanna í framhaldi af fræðslunni. Dregið var úr réttum svörum og einn nemandi skólans, Elín Þorleifsdóttir,hlaut verðlaun og viðurkenningu á 112 deginum fyrir skömmu. Myndin var tekin á Hyrnutorgi þegar slökkviliðsstjóri, Bjarni Þorsteinsson, afhendir henni verðlaunin.