Lýðheilsustöð hefur undanfarin ár boðið nemendum í 7. og 8. bekkjum grunnskóla á Íslandi að taka þátt í Evrópusamkeppni meðal reyklausra bekkja. Nemendur þessara árganga í Grunnskólanum í Borgarnesi hafa verið þátttakendur í verkefninu.
Á dögunum voru dregin voru út verðlaun fyrir tvo bekki á landinuvar 8. KAM Grunnskólanum í Borgarnesi dreginn út ásamt 7. KHE Vatnsendaskóla, Kópavogi. Allir nemendur þessara bekkja og umsjónarkennari, unnu Eastbak bakpoka. Bakpokarnir voru afhentir nemendum miðvikudaginn 13.febrúar.