Á þriðjudaginn var haldið þorrablót í Tómstundaskólanum. Var boðið upp á þorramat í kaffitímanum og tóku flestir vel til matar síns. Sumir hökkuðu í sig hákarlinn eins og um kartöfluflögur væri að ræða meðan aðrir fussuðu og sveiuðu yfir vondri lykt.
Við fengum Sigrúnu frá Safnahúsi Borgarfjarðar í heimsókn. Kom hún með ask og gömul tunnuskíði með sér til að sýna börnunum. Sköpuðust miklar og fróðlegar umræður um þessa gömlu hluti.