Á leið heim úr skíðaferð

Ritstjórn Fréttir

Úr Hlíðarfjalli
Eins og áður hefur komi fram eru nemendur úr 8. bekk ásamt kennurum sínum í skíðaferðalagi á Akureyri. Allt hefur gengið vel og allir kátir og glaðir. Flestir eru farnir að standa á fótunum niður brekkurnar en eitthvað gekk það illa í byrjun. Veðrið hefur verið gott, smá gola og hiti um frostmark í fjallinu. Lagt verður af stað frá Akureyri um kl. 16.00 og áætlaður komutími í Borgarnes á milli 21-22.00 í kvöld.