Skemmtun hjá 2.bekk

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 13. febrúar var bekkjarkvöld hjá nemendum í 2. bekk í Óðali. Nemendur eru 38 og allir lögðu sitt að mörkum, með gleði og ánægju. Nemendur bjuggu sjálfir til dagskrána með aðstoð bekkjarkennara. Unnið var með bekkjarsáttmála, íslenska fánann, skjaldamerki Íslands, náttúru Íslands, hrafninn, rjúpuna og fálkann, leikhæfileika foreldra. Kynnarnir sögðu brandara á milli þess sem þeir kynntu dagskrána. Að dagskrá lokinni voru veglegar veitingar í boði foreldra. Skemmtunin tókst vel og viljum við að lokum þakka foreldrum og tæknimönnum Óðals þeirra framlag og hjálpsemi.