
Nemendur í 3. og 4. bekk sem eru í Tómstundaskólanum fengu námskeið í að útbúa ýmsa hluti úr plasti. Kennari á námskeiðinu var Anna Dóra Ágústsdóttir smíðakennari. Námskeiðið gekk vel og fóru börnin sæl og glöð heim með munina sína í gær. Þar mátti m.a. sjá lyklakippur sem sagaðar eru úr plasti, pússaðar og „glasseraðar“. Einnig voru búin til grýlukerti en þar er plastið sett í bakaraofn og hitað, síðan er snúið upp á það og að lokum er plastið kælt. Mjög fallegt er að hengja grýlukertið í tré út í garði.