Sunnudaginn 17. febrúar var haldinn samstarfsfundur Borgarfjarðardeildar Rauða krossins og Grunnskólans í Borgarnesi með foreldrum erlendra nemenda sem stunda nám í Grunnskólanum í Borgarnesi. Var fundurinn haldinn í Félagsbæ og var hann vel sóttur af foreldrum frá hinum ýmsu löndum.
Paola Cardenas, verkefnisstjóri í málefnum útlendinga á Íslandi á landsskrifstofu Rauða Krossins hélt erindið ,,Að aðlagast í nýju samfélagi/þjóðfélagi“. Paola kemur frá Kolumbíu og hefur búið á Íslandi í átta ár. Talaði hún m.a. um hvernig væntingar og draumar sem eiga að rætast í nýju landi standast oft ekki þegar nýr hversdagsleiki gerir vart við sig og hlutirnir eru ekki eins einfaldir og maður hélt.
Kristján Gíslason skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi kynnti sig og ræddi starf skólans fyrir erlend börn. Sagði hann m.a. frá því hvernig reynt er að hafa erlend börn sem mest með öðrum börnum sama árgangs inni í kennslustundum.
Ingibjörg Grétarsdóttir kennari, sem hefur haft mikið um íslenskukennslu fyrir erlend börn grunnskólans að segja, talaði um mikilvægi erlendra íbúa að læra íslensku. Hún ræddi einnig um þá tvo mikilvægu punkta að útlendingum sé gert kleyft að viðhalda eigin móðurmáli til að viðhalda tilfinningum róta sinna, sem og nauðsyn þess að foreldrarnir sjálfir læri íslensku. Það er ekki síst mikilvægt fyrir sjálfstraust fjölskyldunnar í heild.
Skemmtilegar umræður sköpuðust í lok fundarins, þar sem ýmsum skoðunum foreldra var velt upp. Næsti sameiginlegi fundur Borgarfjarðardeildar Rauða krossins og Grunnskólans í Borgarnesi um málefni erlendu barna skólans verður haldinn þann 30. mars n.k, kl 15. Yfirskrift hans verður Fordómar og okkar eigin ábyrgð.
English
Foreign children in Borgarbyggð
Last Sunday, 17th of February was a meeting that Borgarfjarðardeild Rauða Krossins and Grunnskólinn í Borgarnesi had with parents of foreign children that goe´s to Grunnskólinn í Borgarnesi. The meeting was in Félagsbær and a lot of parents came from differents contries.
Kristján Gíslason, the headmaster of the school talked about what the school can do for foreign children and how the school tries to have foreign children as much with the class as possible in every lessons.
Ingibjörg Grétarsdóttir a teacher of the school, she has had much to say about icelandic teaching for foreign children at the school. She talked about how important it is to learn icelandic. She also talked about a two things that are very important, the first one is that a foreign children can keep their own mother language so they can maintain their feelings of their own roots the second thing is how important it is that parents learn icelandic. Thats also very important for the self-esteem of the family.
Paola Cardenas project manager for the matter of immigrants in Iceland, for the Red Cross in Reykjavík. Here topic was ,,To ajust in new community/society“. Paola comes from Kolombia and she has lived in Iceland for eight years.
She talked about how expectations and dreams thatare suppost to come true in a new country, often doesn´t come true and a new commonplace live takes place and the things aren´t as easy as you thougt.
One of the most important project that Borgarfjarðardeild Rauða Krossins has is immegration in Borgarbyggð and the Red Cross is going to give each family kennsluefni in icelandic so the families can learn icelandic home together.
In the end some very interesting discusion came up.
The next meeting that Borgarfjarðardeild Rauða Crossins and Grunnskólinn í Borgarnesi will have about foreign children will be in marc or april. The topic of the meeting will be
Prejudice and our own responsiblity.