Reykjarvíkurferð

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 6. bekk fóru ásamt umsjónakennurum og tveim foreldrum í ferð til Reykjavíkur þriðjudaginn 19 febrúar. Fyrst stopp var í Rafheimum við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Nemendur í 6. ÓB byrjuðu þar á meðan nemendur í 6. GRK fór í Ártúnskóla að borða nesti og skoða skólann. Síðan skiptu hóparnir eftir rúman klukkutíma. Byrjað var að ræða við nemendur um rafmagn og gera ýmsar tilraunir. Að því loknu fóru nemendur á stöðvar og gerðu ýmisleg verkefni. Einnig var hægt að fara á rafminjasafn sem er á hæðinni fyrir ofan.
Þegar báðir hóparnir voru búnir að fara um Rafheima var farið á mat á Pizzahut og raðað í sig brauðstöngum og pitsum. Þaðan var svo haldið í Egilshöll á skauta. Allir skelltu sér á skauta, nemendur, foreldrar, kennarar og meira segja Siggi rútubílstjóri. Sumir voru mjög fimir á skautunum en aðrir voru ekki eins stöðugrir á svellinu en allir skemmttu sér vel. Boðið var upp á skautakennslu, íshokkí og diskóskautadans. Nemendur voru sér og öðrum til fyrirmyndar og fóru glaðir og ánægðir heim eftir velheppnaða ferð.Skoða myndir