Á sjóinn með Dröfn

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 9. bekk fóru á sjóinn 13. febrúar með skólaskipinu Dröfn. Nemendum í tveimur elstu bekkjum grunnskólanna hefur undanfarin ár verið boðið upp á kynnisferð með Dröfn. Í ferðinni eru nemendur fræddir um sjávarútveg og viskerfi hafsins; trolli er dýft í sjóinn og nemendur kanna aflann undir leiðsögn fiskifræðings. Farið var í þrem hópum og þó að veðrið hafi ekki verið með besta móti skemmttu nemendur sér vel eins og sjá má á myndunum.