Upplestrarkeppni

Ritstjórn Fréttir

Í gær, fimmtudaginn 21. febrúar var haldin í Óðali undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina, en sú keppni er haldin árlega meðal nemenda í sjöunda bekk í grunnskólum landsins. Keppnin fór vel fram og stóðu nemendur sig með miklum sóma. Svo mjótt var á mununum að dómnefnd var í stökustu vandræðum með að útnefna sigurvegara. Svo fór þó að lokum að Agnar Daði Kristinsson varð hlutskarpastur, Særún Anna Traustadóttir var í öðru sæti og í þriðja sæti var Eyvindur Jóhannsson. Hlutu þau öll bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Agnar Daði og Særún verða því fulltrúar skólans í héraðshluta upplestrarkeppninnar sem haldin verður á Hótel Borgarnesi 12.mars nk, ef annað þeirra forfallast hleypur Eyvindur í skarðið.