Söfnun fyrir ABC

Ritstjórn Fréttir

Söfnunin Börn hjálpa börnum er árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar og var fyrst sett af stað fyrir 10 árum, þá á 10 ára afmælisári ABC barnahjálpar, en ABC barnahjálp er nú 20 ára. Nemendur sáu myndband um starfsemi ABC, þar sem þau kynntust starfi ABC víða um heim. Í ár er safnað fyrir uppbyggingu skólastarfs í Pakistan og Kenýa . Nemendur í 5. bekk skólans gengu í hús í Borgarnesi með bauka og söfnuðu peningum. Það söfnuðust 158,341 kr og er íbúum eru færðar bestu þakki fyrir góðar móttökur og sitt framlag í söfnunina.