Tilraunir í smiðjum

Ritstjórn Fréttir

Nemendur á yngsta stigi eru í smiðjum tvisvar í viku. Einn hópurinn er að gera ýmsar tilraunir. Í gær voru þau að gera tilraun um það hvort hægt er að búa til smjör með því að setja rjóma í krukku og hrista síðan. Í hópnum eru 10 nemendur og hver nemandi hristi 10 sinum í einu og allir töldu.
Þau veltu fyrir sér tveim spurningum á meðan krukkan gekk á milli. Er hægt að gera smjör með því að nota rjóma og hversu oft þarf að hrista krukkuna með rjómanum. Þau komust að því að það þarf að hrista krukkuna 310 sinnum og það er hægt að búa til smjör úr rjóma.
Þau smurðu svo smjörinu ofan á hrökkbrauð og borðuðu með bestu list, margir smökkuðu á „áfunum“ og þótti ekki slæmt. Síðast þegar þetta var gert fyrir u.þ.b. einu ári breyttu nemendur sem voru í þeim hópi rjómanum í smjör með því að hrista krukkuna 242.