Upptökur í árlegt jólaútvarp Grunnskólans hófust í morgun. Það var 6. bekkur sem mætti fyrstur en 1. – 7. bekkur hljóðrita efni sitt nú í vikunni. Útvarpsefni unglingastigs verður hins vegar að mestu leyti í beinni útsendingu; fréttir og þættir um allt milli himins og jarðar.
Fm Óðal 101,3, verður með útsendingar 9. – 13. desember og nær að vanda hámarki með hinum vinsæla þætti Bæjarmálin í beinni.