Stærðfræðikeppni

Ritstjórn Fréttir

Stór hópur nemenda í 8. 9. og 10. bekk fóru á Akranes á miðvikudaginn. Þar fór fram hin árlega stærðfræðikeppni sem Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi heldur fyrir nemendur í áttundu, níundu og tíundu bekkjum grunnskóla á Vesturlandi. Keppnin fór fram í húsnæði skólans. Eftir keppnina var boðið upp á pitsu. Nú er verið að fara yfir úrlausnirnar og verða úrslitin tilkynnt í næsta mánuði.