Opinn fræðslufundur

Ritstjórn Fréttir

Óðal
Opinn fræðslufundur um samstarf heimilis og skóla verður haldinn í félagsmiðstöðinni Óðali, Borgarnesi þriðjudaginn 4. mars kl. 20:00. Fyrirlesari á fundinum er Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Heimilis og skóla.
Í erindi sínu fjallar Helga um samstarf heimilis og skóla, hvaða ávinningur er af því samstarfi, hvað það þýðir að vera skólaforeldri og hvernig við getum stutt við nám barna okkar.
Fundurinn er öllum opinn og eru foreldrar/forráðamenn og kennarar grunnskólabarna í Borgarbyggð boðnir sérstaklega velkomnir á fundinn.
Að fyrirlestri loknum eru veitingar í boði foreldra barna Grunnskólans í Borgarnesi og umræður.