Nú er verið að leggja síðustu hönd á fjárhagsáætlun skólans. Eins og fram hefur komið fær skólinn núna úthlutaðan s.k. fjárhagsramma sem hann verður að sníða starfsemi sína að. Fyrir liggur að gæta verður strangasta aðhalds í rekstri til þess að ná markmiðum, bæði í starfsmannahaldi og almennum rekstri. Verður því megináherslan lögð á að sinna lögboðnum verkefnum með sem bestum hætti.