Í dag hefst í London viðamikil sýning og ráðstefna um tölvu- og upplýsingatækni í skólum. Sýningin nefnist Bett2003 og er árlegur viðburður.
Þangað fara ávallt fjölmargir íslenskir skólamenn til þess að kynna sér það nýjasta í þessum fræðum.Skólinn á að þessu sinni fulltrúa á sýningunni og verður fróðlegt fyrir okkur að heyra og sjá hvers þeir hafa orðið vísari þegar heim kemur. Vonandi hafa þeir í farteskinu nýjar og góðar hugmyndir sem nýtast skólanum og nemendum þegar fram í sækir.