
Til að byrja með hefur verið ákveðið að senda út tónlist og þætti alla fimmtudaga milli kl. 18.00 og 22.00. Einnig verða fréttir af því helst sem er á döfinni í sveitarfélaginu eins og t.d. í íþrótta-, æskulýðs- og menningarmálum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með þætti geta sent póst á fmodal@borgarbyggd.is eða hringt í síma 437-1287. Í útvarpsráði eru þau Birta, Davíð og Jói. Nú er bara að stilla útvarpstækin á fm 101,3 á fimmtudagskvöldum.