Útvarpssendingar að hefjast

Ritstjórn Fréttir

Útvarpssendingar eru að hefjast að nýju á FM. Óðal 101,3 á vegum nemendafélags skólans. Útsendingar verða á fimmtudögum frá kl. 18.00 – 22.00. Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi á nú sendi og öll tæki til útsendingar frá Óðali hvenær sem er ársins.
Til að byrja með hefur verið ákveðið að senda út tónlist og þætti alla fimmtudaga milli kl. 18.00 og 22.00. Einnig verða fréttir af því helst sem er á döfinni í sveitarfélaginu eins og t.d. í íþrótta-, æskulýðs- og menningarmálum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með þætti geta sent póst á fmodal@borgarbyggd.is eða hringt í síma 437-1287. Í útvarpsráði eru þau Birta, Davíð og Jói. Nú er bara að stilla útvarpstækin á fm 101,3 á fimmtudagskvöldum.