Endurskoðun skólanámskrár

Ritstjórn Fréttir

Nú er hafin endurskoðun skólanámskrárinnar en hún var fyrst gefin út árið 2000. Búið er að fara í gegn um undirbúning endurskoðunarinnar en vinnan hefst nú í þessum mánuði.

Munu allir starfsmenn skólans koma að þessu verki með einum eða öðrum hætti. Mun afraksturinn síðan birtast hér á vefnum undir „Skólanámskrá“. Er stefnan sú að námskráin verði eingöngu á netinu. Hins vegar geti þeir sem á þurfa að halda fengið hana á prentuðu formi. Með þessu vinnst að námskráin getur verið í sífelldri endurskoðun og auk þess sparast verulegur prentkostnaður.