Stóra upplestrarkeppnin

Ritstjórn Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin var haldinn á Hótel Borgarnesi í dag. Það er í 11 skipti sem þessi keppni er haldin í héraðinu. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í keppninni en keppt er í lestri, bæði ljóða og sögu. Það voru fimm skólar af Mið Vesturlandi sem tóku þátt í keppninni, tveir keppendur frá hverjum skóla.
Lesarar mættu vel æfðir til leiks og voru foreldrum sínum og sínum skólum til sóma. Allir þátttakendur fengu bók að gjöf en að vanda voru peningaverðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin. Fyrstu verðlaun hlaut Björk Lárusdóttir frá Kleppjárnsreykjaskóla, önnur verðlaun hlaut Auður Katrín Víðisdóttir frá Varmalandsskóla og þriðju verðlaun hlaut Daði Freyr Guðjónsson frá Kleppjárnsreykjaskóla. Fyrir hönd Grunnskólans í Borgarnesi kepptu Agnar Daði Kristinsson og Særún Anna Traustadóttir.