Samstarf heimils og skóla

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 4. mars var haldinn fundur í Óðali. Öllum foreldrum grunnskólabarna í Borgarbyggð var sérstaklega boðið til fundarins. Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri “ Heimilis og skóla” var fyrirlesari og flutti afar skemmtilegt og fræðandi erindi um samstarf heimils og skóla og kom meðal annars inná: Hverjar eru skyldur skólans, hverjar eru skyldur foreldra, hver er ávinningur af samstarfi heimilis og skóla?
Gerður var góður rómur að máli Helgu, hún náði vel til foreldra og hélt athyglinni allan tímann. Foreldrar barna í Grunnskólanum í Borgarnesi buðu upp á góðar veitingar að fyrirlestri loknum, sem þeim eru hér með færðar bestu þakkir fyrir.