Nýtt fréttabréf

Ritstjórn Fréttir

Nýtt fréttabréf er komið út. Meðal efnis er að sagt er frá því hvenær kennsla hefst aftur eftir páskafrí. Sagt frá samræmdu prófunum hjá 10. bekk sem hefjast þriðjudaginn 29. apríl og standa fram til 8. maí. Skóladagatalið fyrir næsta skólaár á lokastigi og verður það lagt fyrir fræðslunefnd í næstu viku. 100 ár eru liðin frá því kennsla hófst með formlegum hætti hérna í Borgarnesi, og í tilefni að því verður haldið upp á það í haust. Nemendur eru nú þessa dagana að æfa söngleikinn „Hárið“ og er frumsýning áætluð fyrir miðjan apríl. Sjá fréttabréf